UK flag
Search

Search our shop

Um CBD

CBD

CBD (Cannabidiol) er lítil sameind sem finnst víðsvegar í náttúrunni en er þó algengust í plöntum eins og kannabisplöntunni, hör, sólhatti og kava pipar. CBD er talið hafa góð áhrif á húðina og almennt jafnvægi í líkamanum og hefur verið notað í lækningaskyni í þúsundir ára. Þó CBD sé unnið úr kannabisplöntunni er það ekki vímugjafi, né er það ávanabindandi.

CBD hefur róandi og bólgueyðandi áhrif á húðina og dregur úr roða. CBD er einnig talið hafa góð áhrif á svefn og kvíða auk þess efnið stuðlar að almennu jafnvægi í húð og líkama. Húðvörur sem innihalda CBD hafa í grunninn sömu virkni og aðrar svipaðar vörur en við bætast ofangreindir náttúrlegir eiginleikar þessarar mögnuðu olíu. Húðvörur sem innihalda CBD geta haft góð og græðandi áhrif á allar húðgerðir og nota má hreina CBD olíu beint á húð eða blanda henni í aðrar húðvörur til að auka virkni þeirra.

Ekki er tilefni til að vara við neinum aukaverkunum í húðvörunum okkar. Við bendum þó á að 3000mg og 6000mg CBD olíurnar okkar er mjög hreinar og öflugar og því rétt að byrja að nota þær í smáum skömmtum til að sjá hvaða áhrif þær hafa. Það gerum við til að tryggja að olían endist þér sem lengst frekar en af ótta við því að notað sé of mikið af henni. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af því að CBD gæti haft áhrif á lyf sem þú ert að taka eða ert með barni bendum við þér á að hafa samband við lækninn þinn til að fá álit þeirra.

Áhrif CBD á líkamann eru einstaklingsbundin og hafa að gera með hvernig endókannabínóðakerfið í líkama þínum er uppbyggt þannig að hæð, aldur eða þol hafa lítið að segja um hversu marga dropa þú þarft. Það er til mikið af góðum fyrirlestrum um endókannabíóíða kerfið (e. Endocannabinoid system) á youtube sem við mælum með til frekari fróðleiks.

Scientifically, pure Isolate CBD provides the impactful results the body needs for balanced well-being. We chose Isolate CBD to provide consistent dosing to the consumer, empowering them to take control of their own well-being with easy-to-use precise and potent treatment.

CBD-olía-cbd-oil-3000-æsir